Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Jónsson

(um 1844–1877)

Skáld. Jafnan kenndur við Fagurey.

Foreldrar: Jón Finnsson í Fagurey og kona hans Margrét Oddsdóttir. Pr. er eftir hann ríma um síðasta fund Grettis Ásmundssonar og móður hans, Ísaf. 1889. Í Lbs. eru eftir hann kvæði og rímur af Eiríki frækna, Sigurði snarfara (og með síra Guðlaugi Guðmundssyni síðast á Stað í Steingrímsfirði) af Naton persiska (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.