Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Jónsson

(um 1653–15. jan. 1699)

Prestur.

Foreldrar: Jón bartskeri Sigurðsson í Káranesi og kona hans Anna Jörundardóttir bryta, Hálfdanarsonar. Lærði í Skálholtsskóla, mun stúdent um 1670, var í þjónustu Þórðar byskups Þorlákssonar, heyrari í Skálholti 1680, vígðist 4. febr. 1683 kirkjuprestur í Skálholti, fekk 13. júní 1688 Reynivöllu og hélt til æviloka. Hann var merkur maður, vel að sér, heppinn læknir og vel látinn. Eftir hann er útfm. síra Einars NIugasonar í handriti í Lbs. Hann bjó fyrst að Vindási, en síðar á Reynivöllum, fórst í snjóflóði, ókv. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.