Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Jónsson

(1734–8. jan. 1814)

Prestur,

Foreldrar: Síra Jón Oddsson að Eyvindarhólum og s.k. hans Þórdís Guðmundsdóttir að Eyvindarmúla, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1746, stúdent 15. maí 1752, var skrifari Eggerts Ólafssonar á ferðum hans (1752–"), fór utan 1757, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 19. dec. s. á., tók guðfræðapróf 24. febr. 1759, með 3. einkunn, lagði stund á fornfræði og skrifaði upp fornrit. Eftir að hann kom til landsins bjó hann í Borgartúni í Þykkvabæ (er þar 1775), síðar að Efra Rauðalæk í Holtum, fekk Sólheimaþing 30. apr. 1778 og hélt til æviloka, bjó að Felli.

Hann var drykkfelldur fram eftir ævi og komst í bágindi, en Hannes byskup telur hann lærðan mann og vandaðan, enda fekk hann gott orð. Uppkast eftir hann að ísl.-latn. orðasafni er í Thott 480, 8vo., en uppskriftir hans víða í söfnum.

Kona: Guðfinna (d. 23. ág. 1824, talin 89 ára) Þorsteinsdóttir í Árbæ í Holtum, Kortssonar, ekkja síra Þórðar Sveinssonar í Kálfholti; þau síra Oddur bl. (HÞ. Guðfr.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.