Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Jónsson

(17. jan. 1859–14. ág. 1920)

Læknir.

Foreldrar: Jón Jónsson í Þórormstungu og kona hans Sigríður Jónsdóttir á Kötlustöðum, Gunnlaugssonar. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1878, stúdent 1883, með 1. einkunn (102 st.), próf úr læknaskóla 2. júlí 1887, með 1. einkunn (101 st.). Var í spítölum í Kh. 1887–S8. Settur 21. mars 1888 aukalæknir í 5. aukalæknishéraði, settur 21. júní 1900 og skipaður 14. ág. 1902 héraðslæknir í Reykhólahéraði og var þar til æviloka. Bjó að Miðhúsum á Reykjanesi.

Kona 1 (11. júní 1887): Halldóra Eyjólfsdóttir Waages í Garðhúsum hjá Stóru Vogum, er áður hafði átt Björn Eyjólfsson í Herdísarvík; þau skildu, bl.

Kona 2 (25. maí 1907): Finnboga (f. 14. okt. 1886) Árnadóttir, Gunnlaugssonar. Dætur þeirra: Sigríður, Guðrún (Skýrslur; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.