Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Hjaltalín

(12. júlí 1782–25. maí 1840)

Læknir.

Foreldrar: Síra Jón skáld Hjaltalín síðast á Breiðabólstað á Skógarströnd og f. k. hans Guðrún Bergsdóttir, Lærði í Reykjavíkurskóla eldra, stúdent 1802, var næsta ár að námi hjá Jóni landlækni Sveinssyni, fór utan 1803 og lagði stund á læknisfræði í háskólanum í Kh., tók ekki fullnaðarpróf, heldur 1807 reynslupróf (tentamen), en því fylgdu vottorð kennaranna, en engar skriflegar úrlausnir né úrskurðir, varð 4. dec. 1807 læknir í suðurhluta Vesturamts, settur landlæknir 3. sept. 1816–1. júní 1820, gegndi síðan einnig læknisstörfum í norðurhluta Vesturamts, fekk lausn 21. sept. 1839, bjó í Bjarnarhöfn. Vel gefinn maður, stórbrotinn og drykkfelldur, hagmæltur nokkuð (sjá Lbs.). Þjóðsagnir eru um hann (sjá Sögusafn Ísafoldar IV). Eftir hann er prentað: Nýtt lesrím, Beitist. 1817; Reglur fyrir kúabólusetjara, Beitist. 1817; Hjálparmeðal til að koma drukknuðum til lífs aftur, Beitist. 1817; Stutt ávísan um endurlífgun dauðfæddra barna (þýðing), Viðey 1820; Íslenzk grasafræði, Kh. 1830; ritgerðir í „Gamni og alvöru“, í Klausturpóstinum og í „Bibliotek for Læger“.

Kona 1: Dorothea Georgina (f. 4. ágúst 171, d. 30. okt. 1831), dóttir Jóhanns Bornemanns borgarstjóra í Vébjörgum, ekkja F. C. majors von Heinson. Dóttir þeirra: Guðrún, kvenna bezt að sér, átti launson með Jóni trésmið Guðmundssyni í Elliðaey, 14 giftist síðan Ólafi Guðmundssyni í Bár, síðar í Flatey.

Kona 2 (6. nóv. 1833): Sigríður Björnsdóttir prests í Hítarnesi, Sigurðssonar; þau bl.

Hún átti síðar Kára Konráðsson (Tímar. bmf. X.; Lækn.; BB. Sýsl.; Sunnanfari VI; Sögusafn Ísaf. 1891; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.