Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Hermannsson

(22. júní 1884–5. febr. 1927)

Skrifstofustjóri.

Foreldrar: Hermann sýslumaður Jónsson á Velli og kona hans Ingunn Halldórsdóttir. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1898, stúdent 1904, með 1. einkunn (101 st.). Lauk lagaprófi í háskólanum í Kh. 1911, með 1. einkunn (174 st.). Varð fulltrúi bæjarfógetans í Rv. Í. jan. 1912, en samtímis aðstm. í atvinnumálaráðuneytinu, skrifstofustjóri þar 1. apr. 1918 og síðan, var í ýmsum mikilvægum nefndum og settur bankastjóri í Íslandsbanka 1) ár (1923–4).

Kona (22. maí 1914): Þóra (d. 1918) Guðmundsdóttir læknis í Stykkishólmi, Guðmundssonar, kjördóttir Jóns ráðherra Magnússonar; þau bl. (Skýrslur; Óðinn XX; Bjarmi, 21. árg.; Ægir, 20. árg.; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.