Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Halldórsson, handi

(15 og 16. öld)

Prestur, skáld. Hann hefir verið prestur (heimilisprestur eða aðstoðarprestur) Í ofanverðum Borgarfirði. Svo bar til, að hann var handhöggvinn á Varmalækjarbökkum í Borgarfirði um 1512–15 og varð þá að láta af prestskap, því að ekki máttu aðrir en handheilir menn gegna prestþjónustu. Til er eftir hann kvæði um Jón byskup Arason, enda hefir hann enn lifað 1550–60 og kemur við skjal (Dipl. Isl.).

Mun hafa búið að Skógum í Flókadal og átt þá jörð; a. m. k. átti Einar, sonur hans hana (PEÓI. Mm.; Dipl. Isl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.