Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Guðmundsson

(11. okt. 1806–17. dec. 1865)

Bóndi.

Foreldrar: Guðmundur sýslumaður Pétursson í Krossavík og s.k. hans Þórunn Guttormsdóttir. Varð stúdent 1833 úr 12 heimaskóla frá Jóni guðfræðingi Þórarinssyni, síðar að Skriðuklaustri, en gekk aldrei undir próf hjá kennurum skólans, sem boðið hafði verið í kanzellíbréfi 2. okt. 1830, og hlaut því aldrei stúdentsréttindi. Bjó í Krossavík til æviloka, fekk gott orð.

Kona (3. okt. 1844): Ólöf Anna (f. 30. mars 1815, d. 13. nóv. 1898) Stefánsdóttir prests á Völlum, Þorsteinssonar; þau bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.