Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Gottskálksson

(– – 1556)

Lögmaður norðan og vestan 1552–5.

Foreldrar: Gottskálk byskup Nikulásson og (líkl.) Guðrún Eiríksdóttir slógnefs á Grund, Loptssonar ríka. Óvíst er um fæðingarár Odds (Kristín hálfsystir hans samfeðra giftist 1508, d. 1578; fleiri atriði benda og til þess, að hann hafi verið eldri en almennt er talið, en sum eru andvíg því). Ólst upp með föðurfrændum sínum í Noregi, dvaldist og í Þýzkalandi og Danmörku. Er hann kom til landsins aftur, varð hann sveinn Ögmundar byskups Pálssonar, síðan Gizurar byskups, bjó að Reykjum í Ölfusi, hélt Reykholt og Mela, en lét presta þjóna þar. Fekk Þverárþing 1549, en Reynistaðarklaustur og Hegranesþing 1553, bjó síðan á Reynistað. Drukknaði í Laxá í Kjós vorið 1556. Þýðingar: Nýja testamenti, Hróarskeldu 1540; A. Corvinus: Postilla, Rostock 1546; J. Bugenhagen: Historía pínunnar, Kh. 1558; A. Corvinus: Passio (Breiðabólst. í Vesturh. 1559?); Justus Jonas: Katekismus (sst.?) 1562.

Kona: Þuríður stóra Einarsðóttir, er áður hafði átt börn með þeim Hítardalsprestum, síra Þórði Einarssyni (2 dætur) og Sigmundi Eyjólfssyni, er byskupsefni varð (1 dóttur).

Sonur þeirra Odds: Pétur (Dipl. Isl.; Safn II; BB. Sýsl.; PEÓI. Mm.; Saga Ísl. IV; Islandica IX).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.