Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Oddur Eyjólfsson, eldri
(– – 1702)
Prestur,
Foreldrar: Eyjólfur (d. 19. febr. 1660) Narfason á Þorláksstöðum í Kjós og kona hans Ragnheiður Oddsdóttir prests á Reynivöllum, Oddssonar. Brynjólfur byskup Sveinsson tók hann að sér, lét hann njóta nafns, setti í Skálholtsskóla; var hann síðan í þjónustu hans, eftir að hann varð stúdent; fékk hann mjög lofsamlegt meðmælabréf frá byskupi til utanfarar 20. júlí 1657, var s. á. 16. nóv. skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh., varð attestatus með miklu lofi (eftir vitnisburði Vilhelms prófessors Langes 29. febr. 1660), en það próf tók hann 16. júlí 1659, og er það einnig varðveitt og samhljóða því, sem Lange segir. Þá sýndi hann og vasklega framgöngu í vörn Kh., er Svíar sátu um hana, og fekk (ásamt Marteini Rögnvaldssyni) lof konungs fyrir. Kom aftur til landsins 1660 og gekk enn í þjónustu Brynjólfs byskups, varð rektor í Skálholti 1661, vígðist 20. jan. 1667 aðstoðarprestur tengdaföður síns, síra Þorsteins Jónssonar í Holti undir Eyjafjöllum, fekk prestakallið s. á., við uppgjöf hans, og hélt til æviloka. Hann var einn í tölu þeirra, sem Þórður byskup benti á til byskups að Hólum 1691. Varð prófastur í Rangárþingi 1692 og var það til æviloka. Hann var presta mest metinn um sína daga, orðlagður lærdómsmaður, bar gott skyn á stjarnfræði og sönglist, afar hraustur að afli, mannkostamaður mikill. Hann hefir ritað (á latínu) um Heklugos 1693 (sjá Lbs.), var og vel skáldmæltur (sjá Lbs.); „Þegjandi danz“ er talinn eftir hann, orktur fyrir Jón varalögmann, bróður hans, gegn Skafarabálki Jóns Eggertssonar.
Kona 1 (1665). Hildur (d. 1695) Þorsteinsdóttir prests í Holti, Jónssonar.
Börn þeirra: Síra Þorsteinn í Holti, síra Þorkell í Gaulverjabæ, síra Þórður á Völlum, Jakob d. í miklu bólu, Rannveig d. í bólunni miklu.
Kona 2: Margrét (f. um 1645, d. 19. okt. 10 1718) Halldórsdóttir prests í Hruna, Daðasonar, ekkja Einars sýslumanns Eyjólfssonar; þau síra Oddur bl. (Saga Ísl. V; HÞ.; SGrBf.).
Prestur,
Foreldrar: Eyjólfur (d. 19. febr. 1660) Narfason á Þorláksstöðum í Kjós og kona hans Ragnheiður Oddsdóttir prests á Reynivöllum, Oddssonar. Brynjólfur byskup Sveinsson tók hann að sér, lét hann njóta nafns, setti í Skálholtsskóla; var hann síðan í þjónustu hans, eftir að hann varð stúdent; fékk hann mjög lofsamlegt meðmælabréf frá byskupi til utanfarar 20. júlí 1657, var s. á. 16. nóv. skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh., varð attestatus með miklu lofi (eftir vitnisburði Vilhelms prófessors Langes 29. febr. 1660), en það próf tók hann 16. júlí 1659, og er það einnig varðveitt og samhljóða því, sem Lange segir. Þá sýndi hann og vasklega framgöngu í vörn Kh., er Svíar sátu um hana, og fekk (ásamt Marteini Rögnvaldssyni) lof konungs fyrir. Kom aftur til landsins 1660 og gekk enn í þjónustu Brynjólfs byskups, varð rektor í Skálholti 1661, vígðist 20. jan. 1667 aðstoðarprestur tengdaföður síns, síra Þorsteins Jónssonar í Holti undir Eyjafjöllum, fekk prestakallið s. á., við uppgjöf hans, og hélt til æviloka. Hann var einn í tölu þeirra, sem Þórður byskup benti á til byskups að Hólum 1691. Varð prófastur í Rangárþingi 1692 og var það til æviloka. Hann var presta mest metinn um sína daga, orðlagður lærdómsmaður, bar gott skyn á stjarnfræði og sönglist, afar hraustur að afli, mannkostamaður mikill. Hann hefir ritað (á latínu) um Heklugos 1693 (sjá Lbs.), var og vel skáldmæltur (sjá Lbs.); „Þegjandi danz“ er talinn eftir hann, orktur fyrir Jón varalögmann, bróður hans, gegn Skafarabálki Jóns Eggertssonar.
Kona 1 (1665). Hildur (d. 1695) Þorsteinsdóttir prests í Holti, Jónssonar.
Börn þeirra: Síra Þorsteinn í Holti, síra Þorkell í Gaulverjabæ, síra Þórður á Völlum, Jakob d. í miklu bólu, Rannveig d. í bólunni miklu.
Kona 2: Margrét (f. um 1645, d. 19. okt. 10 1718) Halldórsdóttir prests í Hruna, Daðasonar, ekkja Einars sýslumanns Eyjólfssonar; þau síra Oddur bl. (Saga Ísl. V; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.