Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Eiríksson

(1640–1719)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Eiríkur Oddsson á Fitjum og s.k. hans Þorbjörg Bjarnadóttir sýslumanns að Burstarfelli, Oddssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1651, stúdent 1660, tók þá við föðurleifð sinni, Fitjum, og bjó þar síðan. Var efnamaður og óhlutdeilinn. Eftir hann er Fitjaannáll., Lýsing Íslands eftir hann fórst í brunanum mikla í Kh. 1728.

Kona 1: Sesselja (d. 23. okt. 1679, 34 ára) Halldórsdóttir í Arnarholti í Stafholtstungum, Helgasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Eiríkur að Hrepphólum, Þorbjörg átti síra Pál Sveinsson í Goðdölum, Helga átti síra Hall Ólafsson í Grímstungum, Kristín átti Þórarin Jónsson að Ásgeirsá, Ingibjörg átti Eirík stúdent Pálsson, Valgerður átti launson (síra Ólaf Thorlacius í Stóra Dal) með Jóni sýslumanni Jónssyni Thorlacius í Berufirði, giftist síðan Árna yfirbryta Ketilssyni prests að Ásum, Halldórssonar.

Kona 2: Guðríður (f. um 1652) Einarsdóttir prests á Reynivöllum, Illugasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Vigfús stúdent, síra Einar elzti að Lundi, síra Einar yngri á Stað í Grindavík, Guðríður f.k. Eiríks stúdents Vigfússonar að Ási í Melasveit, Einar yngsti, d. bl. 1725 (Ann bmf.; Saga Ísl. V; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.