Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Oddur Einarsson
(31. ágúst 1559–28. dec. 1630)
Byskup.
Foreldrar: Síra Einar skáld Sigurðsson í Heydölum og Í. k. hans Margrét Helgadóttir.
Lærði í Hólaskóla, með stuðningi síra Björns Gíslasonar síðast í Saurbæ í Eyjafirði. Fór síðan utan og stundaði nám í háskólanum í Kh., er þrisvar getið þar við dispútazíur á árunum 1583–5, varð baccalaureus 7. apr. 1584, hafði mikinn hug á stærð- og stjarnfræði og er talinn meðal nemanda hjá Tyge Brahe, var umsjónarmaður eða prófastur í stúdentabústaðnum, varð rektor að Hólum 1586, kjörinn byskup í Skálholtsbyskupsdæmi, með atfylgi Guðbrands byskups, sumarið 1588, fór þá utan, vígðist byskup 25. mars 1589, fekk veitingarbréf frá konungi ". apr. s. á. og hélt til æviloka. Var mikilhæfur maður, en dró nokkuð fast fram ættingja sína, átti harða deilu við hirðstjóra konungs, Herluf Daae. Hann var skáldmæltur (sjá Lbs.), fátt eitt sálmaþýðinga hans er prentað í hinum fyrri sálmabókum, studdi og mjög Íslenzkan sögufróðleik; er eftir hann ritgerð (með stuðningi Egils Einarssonar á Snorrastöðum) um Skálholtssbyskupa og um Jón byskup Arason (hvort tveggja pr. í Bps. bmf. II); annáll var til eftir hann, nokkuð af honum komið í Fitjaannál, lýsing eldsuppkomu í Heklu 1597 og rektoratal í Skálholti. Hann safnaði og handritum, en ýmislegt þess kyns mun hafa brunnið í Skálholti 24. febr. 1630.
Varðveitt eru skjalasöfn um Jón byskup Arason, 2 bindi, máldagasafn merkt og minnisbók (allt í AM.). Passíupredikanir (Passio) eru pr. í þýðingu hans, Hól. 1620; bænir eftir Havermann í þýðingu hans, Hól. 1621 og oft síðar; hin norska kirkjuskipan Kristjáns fjórða 1607, pr. í þýðingu hans, Hól. 1635. Tillögur hans um breytingar á kirkjuskipaninni 1537 eru í handr. í bréfab. Gísla byskups Oddssonar; þýðing hans á Buntings Itinerarium er í Lbs.
Kona (1591): Helga (Í. 1567, d. 23. okt. 1662) Jónsdóttir sýslumanns á Holtastöðum og Grund, Björnssonar.
Börn þeirra: Árni lögmaður, Gísli byskup, síra Sigurður eldri í Stafholti, Sigurður yngri í Hróarsholti (drukknaði 1617), Margrét óg. í Öndverðanesi í Grímsnesi, Eiríkur á Fitjum.
Laundætur Odds byskups (áður en hann kvæntist) voru 2: Kristín átti síra Loft Skaftason að Setbergi (hefir hann átt hana að Hólum, með Bergljótu nokkurri, sem hann hefir líkl. verið trúlofaður, en hún dáið, áður en af hjónabandi yrði, sjá nafn næstu dóttur hans) og (með Hallfríði): Bergljót átti síra Brynjólf Bjarnason í Hjarðarholti (Alþb. Ísl; Bps. bmf.; JH. Bps. I.; PEÓIl. Mm.; Saga Ísl. V; HÞ.).
Byskup.
Foreldrar: Síra Einar skáld Sigurðsson í Heydölum og Í. k. hans Margrét Helgadóttir.
Lærði í Hólaskóla, með stuðningi síra Björns Gíslasonar síðast í Saurbæ í Eyjafirði. Fór síðan utan og stundaði nám í háskólanum í Kh., er þrisvar getið þar við dispútazíur á árunum 1583–5, varð baccalaureus 7. apr. 1584, hafði mikinn hug á stærð- og stjarnfræði og er talinn meðal nemanda hjá Tyge Brahe, var umsjónarmaður eða prófastur í stúdentabústaðnum, varð rektor að Hólum 1586, kjörinn byskup í Skálholtsbyskupsdæmi, með atfylgi Guðbrands byskups, sumarið 1588, fór þá utan, vígðist byskup 25. mars 1589, fekk veitingarbréf frá konungi ". apr. s. á. og hélt til æviloka. Var mikilhæfur maður, en dró nokkuð fast fram ættingja sína, átti harða deilu við hirðstjóra konungs, Herluf Daae. Hann var skáldmæltur (sjá Lbs.), fátt eitt sálmaþýðinga hans er prentað í hinum fyrri sálmabókum, studdi og mjög Íslenzkan sögufróðleik; er eftir hann ritgerð (með stuðningi Egils Einarssonar á Snorrastöðum) um Skálholtssbyskupa og um Jón byskup Arason (hvort tveggja pr. í Bps. bmf. II); annáll var til eftir hann, nokkuð af honum komið í Fitjaannál, lýsing eldsuppkomu í Heklu 1597 og rektoratal í Skálholti. Hann safnaði og handritum, en ýmislegt þess kyns mun hafa brunnið í Skálholti 24. febr. 1630.
Varðveitt eru skjalasöfn um Jón byskup Arason, 2 bindi, máldagasafn merkt og minnisbók (allt í AM.). Passíupredikanir (Passio) eru pr. í þýðingu hans, Hól. 1620; bænir eftir Havermann í þýðingu hans, Hól. 1621 og oft síðar; hin norska kirkjuskipan Kristjáns fjórða 1607, pr. í þýðingu hans, Hól. 1635. Tillögur hans um breytingar á kirkjuskipaninni 1537 eru í handr. í bréfab. Gísla byskups Oddssonar; þýðing hans á Buntings Itinerarium er í Lbs.
Kona (1591): Helga (Í. 1567, d. 23. okt. 1662) Jónsdóttir sýslumanns á Holtastöðum og Grund, Björnssonar.
Börn þeirra: Árni lögmaður, Gísli byskup, síra Sigurður eldri í Stafholti, Sigurður yngri í Hróarsholti (drukknaði 1617), Margrét óg. í Öndverðanesi í Grímsnesi, Eiríkur á Fitjum.
Laundætur Odds byskups (áður en hann kvæntist) voru 2: Kristín átti síra Loft Skaftason að Setbergi (hefir hann átt hana að Hólum, með Bergljótu nokkurri, sem hann hefir líkl. verið trúlofaður, en hún dáið, áður en af hjónabandi yrði, sjá nafn næstu dóttur hans) og (með Hallfríði): Bergljót átti síra Brynjólf Bjarnason í Hjarðarholti (Alþb. Ísl; Bps. bmf.; JH. Bps. I.; PEÓIl. Mm.; Saga Ísl. V; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.