Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Björnsson

(18. júlí 1865 – 5. júlí 1945)

. Prentsmiðjueigandi. Foreldrar: Björn (d. 30. júní 1894, 81 árs) Oddsson á Hofi í Vatnsdal og seinni kona hans Rannveig Ingibjörg (d. 14. maí 1916, 84 ára) Sigurðardóttir á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, Sigurðssonar. Lauk prentnámi í Rv. 1884. Stundaði framhaldsnám í Kh. og var síðan prentari þar til 1901. Fluttist þá til Akureyrar og rak þar prentsmiðju og bókaútgáfu lengst af til 1942. Vann mikið að málefnum iðnaðarmanna á Ak.; átti þátt í stofnun Heimilisiðnaðarfélags Norðurlands og Dýraverndunarfélags Akureyrar; bæjarfulltrúi um skeið.

Falið að undirbúa stofnun ríkisprentsmiðju 1922. Fekk verðlaun fyrir prentun á iðnsýningum. Hóf útgáfu „Bókasafns alþýðu“ í Kh. 1897. Ánafnaði Akureyrarbæ bókasafn sitt eftir sinn dag. Heiðursborgari Akureyrar 1935; heiðursfélagi Iðnaðarmannafélags þar s. á. R. af fálk. 1935; str. af fálk. 1938.

Kona: Ingibjörg (d. 15. dec. 1945, 84 ára) Benjamínsdóttir á Skeggjastöðum á Skagaströnd, Guðmundssonar. Börn þeirra: Síra Björn á Hálsi í Fnjóskadal, Ragnheiður kaupkona á Akureyri, Sigurður prentsmiðjustjóri á Akureyri, Þór deildarstjóri hjá Kaupfél. Eyf., Ak. (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.