Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Bjarnason

(– –dec. 1702)

Prestur.

Foreldrar: Bjarni Jónsson að Lundi og Fornastöðum og kona hans Guðlaug, dóttir síra Sigurðar Ólafssonar á Refsstöðum. Vígðist að Miklagarði 1653, fekk Stað í Kinn 1665, Möðruvallaklaustursprestakall líkl. 1678 og hélt til æviloka, bjó í Arnarnesi.

Kona 1: Guðrún Hallsdóttir lögréttumanns harða að Möðrufelli, Bjarnasonar. Synir þeirra: Hallur á Vígastöðum (Veigastöðum), síra Gísli í Grímsey.

Kona 2: Arnbjörg (1703: 53 ára) Sigurðardóttir.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún eldri átti fyrr Svein Pétursson að Reistará, síðar Hálfdan Þorláksson, Guðrún yngri átti fyrr Einar Þorláksson að Þrastarhóli, síðar Jón Ólafsson á sst., Guðlaug átti Björn Ólafsson á Halldórsstöðum í Bárðardal (HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.