Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Oddur (Vigfús) Gíslason
(8. apr. 1836–10. jan. 1911)
Prestur.
Foreldrar: Gísli trésmiður í Rv. Jónsson að Hnausum, TIugasonar, og kona hans Rósa Grímsdóttir að Espihóli, Grímssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1850, stúdent 1858, með 2. einkunn (78 st.), próf úr Þrestaskóla 1860, með 2. eink. betri (37 st.). Hann hafnaði að verða prestur í Grímsey. Fór til Englands og nam lýsisbræðslu, ferðaðist með Englendingum um landið og fekkst við ýmis störf. Átti heima í Rv. og víðar. Fekk Lund 3. sept. 1875, vígðist 28. nóv. s. á, Stað í Grindavík 10. ág. 1878, fluttist til Vesturheims 1894 og varð Prestur Bræðrasafnaðar í Nýja Íslandi, andaðist í Wp. Stundaði þar lækningar og fekk læknisskírteini í læknafélagi Bandaríkja. Hann var sjómaður mikill og lét sér mjög umhugað um sjómenn, sem ritstörf hans í því efni benda á: Fiskveiðamál I–III, Rv. 1887–90; Líf og lífsvon sjómanna, Rv. 1889; Leiðir og lendingar II, Rv. 1890; Sæbjörg (blað), Rv. 1892.
Auk þess er pr. eftir hann: Leiðarvísir í enskri tungu, Rv. 1863; þýðing á Bunyan: Krossgangan, Rv. 1864; Hjálpræðisorð, Rv. 1893. Líkræður eftir hann eru í útfm. síra Sigurðar Sívertsens, Rv. 1887; Helga Sívertsens, Rv. 1890; Péturs byskups Péturssonar, Rv.1891. Greinir í Kirkjubl., Sameiningu.
Kona (31, dec. 1870): Anna (f. 10. nóv. 1850, d. 6. okt. 1927) Vilhjálmsdóttir í Kirkjuvogi, Hákonarsonar.
Börn þeirra: Gísli í Vesturheimi, Vilhjálmur erfiðismaður í Rv., Steinunn átti Ólaf hreppstjóra Ketilsson að Kalmanstjörn, Rósa átti Trausta trésmið Vigfússon vestan hafs, Vilhelmína átti Kjartan skipstjóra Ísfeld Stefánsson, Jakobína og Sigríður, báðar giftar enskumælandi mönnum vestan hafs (Nýtt kirkjublað 1911; Bjarmi 1911; BjM. Guðfr.; SGrBf.; Alm. Ól. Þorg. 1927; Sameiningin XXV).
Prestur.
Foreldrar: Gísli trésmiður í Rv. Jónsson að Hnausum, TIugasonar, og kona hans Rósa Grímsdóttir að Espihóli, Grímssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1850, stúdent 1858, með 2. einkunn (78 st.), próf úr Þrestaskóla 1860, með 2. eink. betri (37 st.). Hann hafnaði að verða prestur í Grímsey. Fór til Englands og nam lýsisbræðslu, ferðaðist með Englendingum um landið og fekkst við ýmis störf. Átti heima í Rv. og víðar. Fekk Lund 3. sept. 1875, vígðist 28. nóv. s. á, Stað í Grindavík 10. ág. 1878, fluttist til Vesturheims 1894 og varð Prestur Bræðrasafnaðar í Nýja Íslandi, andaðist í Wp. Stundaði þar lækningar og fekk læknisskírteini í læknafélagi Bandaríkja. Hann var sjómaður mikill og lét sér mjög umhugað um sjómenn, sem ritstörf hans í því efni benda á: Fiskveiðamál I–III, Rv. 1887–90; Líf og lífsvon sjómanna, Rv. 1889; Leiðir og lendingar II, Rv. 1890; Sæbjörg (blað), Rv. 1892.
Auk þess er pr. eftir hann: Leiðarvísir í enskri tungu, Rv. 1863; þýðing á Bunyan: Krossgangan, Rv. 1864; Hjálpræðisorð, Rv. 1893. Líkræður eftir hann eru í útfm. síra Sigurðar Sívertsens, Rv. 1887; Helga Sívertsens, Rv. 1890; Péturs byskups Péturssonar, Rv.1891. Greinir í Kirkjubl., Sameiningu.
Kona (31, dec. 1870): Anna (f. 10. nóv. 1850, d. 6. okt. 1927) Vilhjálmsdóttir í Kirkjuvogi, Hákonarsonar.
Börn þeirra: Gísli í Vesturheimi, Vilhjálmur erfiðismaður í Rv., Steinunn átti Ólaf hreppstjóra Ketilsson að Kalmanstjörn, Rósa átti Trausta trésmið Vigfússon vestan hafs, Vilhelmína átti Kjartan skipstjóra Ísfeld Stefánsson, Jakobína og Sigríður, báðar giftar enskumælandi mönnum vestan hafs (Nýtt kirkjublað 1911; Bjarmi 1911; BjM. Guðfr.; SGrBf.; Alm. Ól. Þorg. 1927; Sameiningin XXV).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.