Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur (Tungu-Oddur) Önundsson

(10. öld)

Bóndi á Breiðabólstað (Reykholti) í Reykholtsdal. Faðir: Önundur breiðskeggur Krömu-Oddsson, Úlfarssonar.

Kona: Jórunn Helgadóttir skarfs, Geirleifssonar landnámsmanns.

Börn þeirra: Þóroddur, Þorvaldur (Þuríður og Jófríður, sem Landn. telur dætur Odds, hafa verið systur eða jafnvel heldur föðursystur), Hallgerður átti Hallbjörn Oddsson að Kiðjabergi, Hallkelssonar landnámsmanns að Hólum í Grímsnesi.

Oddur var í röð fyrirmanna, en enginn jafnaðarmaður. Hans getur nokkuð í fornritum (helzt í Hænsaþ.; sjá og Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.