Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur (Karl) Thorarensen (Stefánsson)

(23. júlí 1862–8. sept. 1934)

Lyfsali á Akureyri.

Foreldrar: Stefán sýslumaður Thorarensen á Akureyri og kona hans Olivia Juby. Fór ungur til Kh. og lauk þar prófi í lyfjafræði 1885. Var lyfsali á Akureyri frá 1. sept. 1885 til 17. dec. 1919. Varaumboðsmaður Norðmannastjórnar 1910–24. Var í stjórn Gránufélags 1905 og síðan, lengi formaður í heimastjórnarflokknum á Akureyri, forseti bæjarstjórnar þar í 2 ár, Hafði nokkura fræðitilhneiging og sinnti talsvert sögu Akureyrar, Var r. af dbr., af norsku st. Ólafsorðu, af fálkaorðu, stórr. af sömu orðu.

Átti síðast heima í Kh. og andaðist þar.

Kona (31. ág. 1889): Alma Klara Margrét (f. 25. júlí 1867), dóttir Henriks Schiöths bakara (síðast féhirðis í útibúi útvegsbankans á Ak.).

Börn þeirra: Olivia óg. og bl., Henrik læknir og kaupsýslumaður í Siglufirði, Oddur lyfsali á Ak., Stefán lyfsali í Rv. (BB. Sýsl.; Br) Oddur Tómasson (16. öld).

Lögréttumaður í Eskiholti á Mýrum.

Foreldrar: Tómas að Borg á Mýrum Oddsson (að Hvoli, Sigurðssonar) og kona hans Guðrún, laundóttir Vigfúsar ríka að Borg, Þórðarsonar. Hefir verið í röð heldri manna, kveður t.d. upp dóm í umboði Erlends lögmanns Þorvarðssonar.

Kona (1531): Sesselja Ormsdóttir í Saurbæ á Kjalarnesi, Einarssonar umboðsmanns á Hofstöðum, Þórólfssonar.

Börn þeirra: Bjarni að Skarði á Skarðsströnd, Ragnhildur átti fyrr Þórð nokkurn frá Stað í Súgandafirði, síðar Orm Jónsson (prests í Gufudal, Þorleifssonar), Katrín átti fyrr Guðmund nokkurn, síðar (að því er talið er) Ara Ólafsson, Þorleifssonar lögmanns, Pálssonar, Ingibjörg átti Jón Oddsson (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.