Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur (Guðmundur) Gíslason

(1. maí 1866–20. júlí 1932)

Bæjarfógeti.

Foreldrar: Gísli dbrm. Oddsson að Lokinhömrum og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir á Mýrum í Dýrafirði, Brynjólfssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1883, stúdent 1889, með 2. einkunn (69 st.), tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 1. febr. 1897, með 1. einkunn (119 st.). Varð 1897 aðstoðarm. í hinni ísl. stjórndeild í Kh., 1898 málfim. í landsyfirdómi í Rv., síðar (1919–21) málfim. í Kh. Varð 1. ág. 1921 sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði og var það til æviloka.

Kona: Erica Hansen, kaupmannsdóttir úr Kh.; þau bl. (KlJ. Lögtr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.