Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddi Helgason (Stjörnu-Oddi)

(10.–11. öld)
Stjörnufræðingur, rímkænn, var uppi um 1100, átti eitt sinn heima í Múla í Aðalreykjadal og var við útróðra í Flatey á Skjálfanda; annars er ókunnugt um líf hans, og hvort hann var bóndi eða á vist hjá öðrum. En hann gerði mjög merkilegar athuganir á sólarhæð og á dögun og dagsetri, og eru niðurstöður hans birtar í Oddatali (eða Oddatölu). Samkvæmt því var þekking hans á gangi sólar meiri og réttari en samtíðarmanna hans, en áhrifa hans gætti samt eigi á þróun stjörnufræðinnar, því að menn þekktu eigi rannsóknir hans erlendis fyrr en mörgum öldum síðar. Stjörnu-Oddi mun hafa átt mikinn þátt í því, að samræma misseristalið íslenzka við gamla stíl, og er hann og Bjarni tölvísi taldir lærifeður í íslenzkri rímfræði. Lýsing á honum er í Stjörnu-Odda-draumi (Þorkell Þorkelsson).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.