Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddgeir Stephensen

(27. maí 1812–5. mars 1885)

Stjórndeildarforseti.

Foreldrar: Björn dómsmálaritari Stephensen að Esjubergi og s.k. hans Sigríður Oddsdóttir nótaríusar á Þingeyrum. Stúdent úr heimaskóla frá síra Árna Helgasyni 1831, tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh, 1831–2, með 2. einkunn, enn um aftur 4. maí 1842, með 1. einkunn í báðum prófum (121 st.). Vann í rentukammeri í mörg ár, varð skrifstofustjóri í hinni ísl. stjórnardeild í Kh. 8. dec. 1848, forstöðumaður hennar 29. mars 1852, jafnframt 8. jan. 1858 forstöðumaður 2. stjórndeildar dómsmálaráðuneytis Dana og hélt til æviloka. Átti sæti í verzlunarnefndinni 1853 og fjárhagsnefndinni 1861–2. Varð kammerráð 8. dec. 1848, justitsráð 29. mars 1852, etatsráð 3. febr. 1855, r. af dbr. 3. dec. 1855, dbrm. 6. okt. 1862, komm.? af dbr. 5. jan. 1874, komm. af dbr. 2. ág. 1874. Er talinn (með Jóni Sigurðssyni) á titilbl. ritstjóri: Lovsamling for Island, I–XV.

Kona: Vilhelmine Kristiane, f. Petersen.

Börn þeirra: Björn verksmiðjueigandi í Kh., Oddgeir leikhússtjóri, Sigríður óg. (Tímar. bmf. 1882; Sunnanfari Il; KlJ. Lögfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.