Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddgeir Guðmundsen

(11. sept. 1849–2. jan. 1924)

Prestur.

Foreldrar: Þórður sýslumaður Guðmundsson að Litla Hrauni og kona hans Jóhanna Andrea Lárusdóttir kaupmanns Knudsens í Rv. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1864, stúdent 1870, með 2. einkunn (63 st.), próf úr prestaskóla 1872, með 1. einkunn (43 st.). Stundaði barnakennslu veturna 1872–4. Fekk Sólheimaþing 8. apr. 1874, vígðist 30. ág. s.á., Miklaholt 11. febr. 1882, Kálfholt 29. maí 1886, Ofanleiti 29. ág. 1889 og hélt til æviloka. Sýslunefndarmaður 1890–1919. Grein í Kirkjubl.

Kona (11. júlí 1875): Anna (f. 9. júní 1848, d. 2. dec. 1919) Guðmundsdóttir prests í Arnarbæli, Einarssonar Johnsens.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðmundur stórkaupmaður í Kh., Jóhanna Andrea miðkona Magnúsar sýslum. Jónssonar í Hafnarfirði, Guðrún Sigríður þriðja kona sama manns, síra Þórður á Sauðanesi, Guðlaug, Björn, Páll kaupmaður í Vestmannaeyjum, Margrét, Aurora Ingibjörg, Sigurður (Skýrslur; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.