Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddgeir (Ágúst Lúðvík) Ottesen

(28. mars 1857–7. nóv. 1918)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Pétur dbrm. Ottesen að Ytra Hólmi og kona hans Guðný Jónsdóttir í Bár í Eyrarsveit, Jónssonar. Heilsutæpur í æsku og setti upp verzlun að Ytra Hólmi, blómgvaðist hún vel, og gerðist eigandinn með efnuðustu mönnum þar um slóðir, og var þó vinsæll og hófsamur, þótt gætinn væri. Síðari árin var hann að mestu hættur en bjó á föðurleifð sinni. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og var traustur maður. Var vel að sér í íslenzkum fræðum.

Kona (1887): Sigurbjörg Sigurðardóttir í Efsta Bæ, Vigfússonar.

Synir þeirra: Pétur alþm. að Ytra Hólmi, Morten bankafulltrúi (Óðinn XV; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.