Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Níels Jónsson, skáldi
(1782–12. ág. 1857)
Skáld.
Foreldrar: Jón Jónsson á Yztu Grund í Skagafirði og kona hans Þuríður Gísladóttir (Bjarnasonar). Gerðist snemma bókhneigður og vel gefinn, en einrænn. Skrifari góður, söngmaður og lagsæll. Skildi dönsku og jafnvel lítið eitt í latínu; hafði hug á að kynna sér heimspekileg rit. Fór um hin síðari ár og stundaði lækningar og ljósmæðrastörf. Kveðskapur hans (og skáldsaga ein) er víða í handritum (í Lbs.). Pr. er: Rímur af Franz Dönner, Viðey 1836, af Flóres og Blanzeflúr og af Freyvaldi kaupmanni og Jens, Ak. 1858.
Kona: Solveig Ólafsdóttir, og bjuggu þau saman skamma stund í Brekkukoti; slitu samvistir og voru barnlaus. Launbörn hans, sem upp komust: Sumarliði, Hálfdan, Kristbjörg. Níels andaðist að Selhólum, koti í Gönguskörðum, og átti hann það sjálfur (Almanak þjóðvinafél. 1927).
Skáld.
Foreldrar: Jón Jónsson á Yztu Grund í Skagafirði og kona hans Þuríður Gísladóttir (Bjarnasonar). Gerðist snemma bókhneigður og vel gefinn, en einrænn. Skrifari góður, söngmaður og lagsæll. Skildi dönsku og jafnvel lítið eitt í latínu; hafði hug á að kynna sér heimspekileg rit. Fór um hin síðari ár og stundaði lækningar og ljósmæðrastörf. Kveðskapur hans (og skáldsaga ein) er víða í handritum (í Lbs.). Pr. er: Rímur af Franz Dönner, Viðey 1836, af Flóres og Blanzeflúr og af Freyvaldi kaupmanni og Jens, Ak. 1858.
Kona: Solveig Ólafsdóttir, og bjuggu þau saman skamma stund í Brekkukoti; slitu samvistir og voru barnlaus. Launbörn hans, sem upp komust: Sumarliði, Hálfdan, Kristbjörg. Níels andaðist að Selhólum, koti í Gönguskörðum, og átti hann það sjálfur (Almanak þjóðvinafél. 1927).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.