Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Níels (Emil) Weywadt

(14. okt. 1842–22. sept. 1872)
Lögfræðingur. Launsonur Niels Weywadts kammerassessors og verzlunarstjóra í Djúpavogi (með Halldóru Sigurðardóttur, bústýru hans). Stúdent úr Borgaradyggðarskólanum í Kristjánshöfn 1861, tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 9. júní 1870, með 2. einkunn í báðum prófum. Drukknaði á Berufirði (Tímar. bmf. 1882).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.