Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Njáll (Brennu-Njáll) Þorgeirsson

(10. og 11.)

Bóndi að Bergþórshvoli. Faðir: Þorgeir gollnir að Þórólfsfelli (Ófeigsson og Ásgerðar Asksdóttur hins ómálga, Land., en Nj. rekur á annan veg) og kona hans Ásný Flosadóttir landnámsmanns í Skarfanesi, Þorbjarnarsonar hins gaulverska.

Kona: Bergþóra Skarphéðinsdóttir að Bergþórshvoli.

Börn þeirra: Skarphéðinn, Helgi, Grímur, Þorgerður (svo Nj., en hefir verið systir Njáls, sjá Landn.) átti Ketil í Mörk Ásbjarnarson (sjá Land., Sigfússon, N.), Helga átti Kára Sölmundarson, og ein enn (ónefnd). Launsonur Njáls (með Hróðnýju Höskuldsdóttur): Höskuldur. Um Njál, börn hans o. fl. ræðir sérstök saga, og er hann þar talinn manna vitrastur og ráðhollastur. Setning fimmtardóms er honum eignuð. Eftir hann er 1 vísustúfur (Njála, lagfærist; Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.