Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Nikulás Þorsteinsson

(– – 16. febr. 1591)

Klausturhaldari og sýslumaður.

Foreldrar: Þorsteinn sýslumaður Finnbogason í Reykjahlíð og kona hans Sesselja Torfadóttir sýslumanns að Klofa, Jónssonar. Bjó fyrst í Hafrafellstungu. Hélt Hegranesþing um 1560. Þeir bræður (hann og Vigfús) seldu konungi 1653 brennisteinsnámur og fengu umboð í endurgjald, Nikulás Munkaþverárklaustur, og sat þar síðan til æviloka. Var það afgjaldslaust framan af; 1565 fekk hann umboð Flateyjar á Skjálfanda.

Var auðmaður mikill.

Kona 1: Sigríður Einarsdóttir lögsagnara að Espihóli, Brynjólfssonar.

Börn þeirra: Katrín átti fyrr Sigurð rektor Jónsson, síðar Kolbein að Lóni (Einarslóni) Jónsson (að Svalbarði, Magnússonar), Einar, Ólöf átti fyrr Eirík Eyjólfsson að Eyvindarmúla, síðar Jón Gróuson í Skál, Solveig átti Eirík að Stóru Borg Egilsson (frá Geitaskarði), Hallgrímur, Þorsteinn, Grímur, (Guðmundur á Laxamýri?).

Kona 2: Sigríður Sigurðardóttir, ekkja Ólafs byskups Hjaltasonar; þau bl. (Dipl. Isl.; Alþb. Ísl.; Bréfab. Guðbr. Þorl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.