Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Nikulás Þormóðsson

(– – 1677)

Klausturhaldari.

Foreldrar: Þormóður að Skógum Kortsson, Lýðssonar, og kona hans Halla Grímsdóttir prests að Hruna, Skúlasonar. Fekk Kirkjubæjarklaustur 1643 og bjó þar.

Börn hans: Margrét átti Björn sýslum. yngra Jónsson í Dalasýslu, Björn klausturhaldari, Guðrún átti síra Halldór Eiríksson í Heydölum, Hólmfríður f. k. Bessa sýslumanns Guðmundssonar í Múlaþingi (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.