Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Nikulás Þormóðsson

(15. og 16. öld)
Príor. Faðir: Þormóður prestur Ólafsson á Helgastöðum, Guðmundssonar, Þorsteinssonar lögmanns, Eyjólfssonar (? SD.). Kemur fyrst við skjöl 1467 og er þá prestur (kirkjuprestur að Hólum), fekk Upsir 1480. Hefir orðið príor á Möðruvöllum 1501 og getur þar síðast 1522. Synir hans (með Þóreyju nokkurri): Þorbjörn kallaður Jónsson, Þorsteinn, er sumir telja ranglega prest á Völlum, aðrir bónda á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, föðurfaðir síra Einars skálds í Heydölum (Dipl. Isl.; o. fl.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.