Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Nikulás Runólfsson

(31. okt. 1851–21. júní 1898)

Eðlisfræðingur.

Foreldrar: Runólfur hreppstjóri Nikulásson að Bergvaði í Hvolhrepp og kona hans Helga Stefánsdóttir, Brynjólfssonar (af Víkingslækjarætt). Nam ungur gullsmíðar í Rv. og stundaði þá iðn í Rv. 1 ár, en síðan í Kh. í mörg ár, jafnframt lagði hann stund á bóknám, varð stúdent í Mariboskóla í Danmörku 1885, með 1. einkunn (94 st.), lauk meistaraprófi í eðlisfræði í háskólanum í Kh. 12. dec. 1890, hafði sama ár fengið verðlaunapening háskólans úr gulli fyrir ritgerð um úrlausnarefni í eðlisfræði. Var síðan 1 ár með styrk í París, og er hann kom aftur, hafði hann fengið fasta aðstoðarstöðu í eðlisfræðiæfingum í verkfræðaháskólanum í Kh., enda á stúdentsárum sínum settur þar 2 ár aðstoðarkennari. Ritgerðir í Les comptes rendus des séances de 'Académie des sciences (má vera og í fl. útl. tímar.) og í hdr. í Lbs.

Hafði á hendi þýðing Almanaks 1889–98. Ókv. og bl. (Sunnanfari XII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.