Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Nikulás Magnússon
(1733–4, nóv. 1772)
Prestur.
Foreldrar: Magnús spítalahaldari Guðmundsson að Klausturhólum, síðar Kaldaðarnesi, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir á Miðengi, Sæmundssonar. Tekinn í Skálholtstskóla 1746, stúdent 21. maí 1753, með meðalvitnisburði, var síðan djákn í Odda, vígðist 21. ág. 1757 að Kaldaðarnesi, bjó fyrst að Flóagafli, en frá 1759 í Kaldaðarnesi, fekk 1761 Berufjörð, í skiptum við síra Einar Jónsson, og hélt til æviloka.
Kona (1757): Rósa (f. í júlí 1719, d. 10. júlí 1799) Snorradóttir prests að Helgafelli, Jónssonar, ekkja síra Ísleifs Pálssonar að Þæfusteini. Dætur þeirra síra Nikulásar: Ástríður átti síra Brynjólf Ólafsson í Stöð, Kristín átti síra Brynjólf Gíslason í Heydölum (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Magnús spítalahaldari Guðmundsson að Klausturhólum, síðar Kaldaðarnesi, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir á Miðengi, Sæmundssonar. Tekinn í Skálholtstskóla 1746, stúdent 21. maí 1753, með meðalvitnisburði, var síðan djákn í Odda, vígðist 21. ág. 1757 að Kaldaðarnesi, bjó fyrst að Flóagafli, en frá 1759 í Kaldaðarnesi, fekk 1761 Berufjörð, í skiptum við síra Einar Jónsson, og hélt til æviloka.
Kona (1757): Rósa (f. í júlí 1719, d. 10. júlí 1799) Snorradóttir prests að Helgafelli, Jónssonar, ekkja síra Ísleifs Pálssonar að Þæfusteini. Dætur þeirra síra Nikulásar: Ástríður átti síra Brynjólf Ólafsson í Stöð, Kristín átti síra Brynjólf Gíslason í Heydölum (HÞ.; SGrBf.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.