Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Nikulás Guðmundsson

(um 1630–5. mars 1710)

Prestur.

Foreldrar: Guðmundur, sem var bóndi á Harastöðum í Miðdölum Ólafsson prests að Kvennabrekku, Brandssonar, og kona hans Oddbjörg Nikulásdóttir prests í Hítarnesi, Narfasonar. Vígðist 29. júlí 1655 prestur að Flatey, lét af prestskap 1709, bjó að Múla á Skálmarnesi. Í einu handriti stendur, að hann hafi drukknað á leið frá Múla við sker, er síðan heitir Prestaflaga. Hann var búmaður góður, vel að sér, raddmaður mikill, viðkynningargóður. Eftir hann er í handr. í Lbs. þýðing á Buntings Itinerarium.

Kona: Ingibjörg (f. um 1639, d. líkl. 1708) Þórólfsdóttir að Múla í Skálmarnesi, Einarssonar. Hún var talin mjög harðlynd.

Börn þeirra nefnd: Þórólfur að Múla, Finnur lögréttumaður að Múla, Guðrún átti Sigurð lögsagnara Sigurðsson að Brjánslæk, Ingigerður átti Grím Jónsson í Skálanesi, Kristín átti Brand Brandsson í Skáleyjum, Þorkatla átti Rafn Jóhannsson, Halla átti síra Bjarna Jóhannsson í Otradal (bróður Rafns), Vigdís átti Bjarna Egilsson, Bjarnasonar prests í Selárdal, Halldórssonar, Oddbjörg átti Ívar Sturluson; enn eru nefndir Jón, Bjarni og Guðmundur (HÞ.; Blanda TI; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.