Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Nikulás Einarsson

(um 1672– okt. 1707)

Sýslumaður.

Foreldrar: Einar byskup Þorsteinsson og kona hans Ingibjörg - Gísladóttir prests á Bergsstöðum, Brynjólfssonar. Var í yfirreiðum með föður sínum 1693–5, um tíma lögsagnari í Þingeyjarþingi, fekk 18. apr. 1696 vonarbréf fyrir Hegranesþingi og Reynistaðarklaustri, varð s.á. lögsagnari Þorsteins Þorleifssonar, tók við Reynistaðarklaustri 31. maí 1699, en við Hegranesþingi að öllu 1705, bjó á Reynistað, andaðist (og eins kona hans) í miklubólu.

Kona (1703). Ragnheiður (f. um 1680) Pálsdóttir prests á Mel, Jónssonar. Synir þeirra: Einar á Söndum í Miðfirði, Erlendur heyrari í Skálholti, síðar umboðsmaður Vatnsdals- og Strandajarða. Launsonur Nikulásar: Pétur (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.