Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Nikulás Björnsson
(– – 19. apr. 1600)
Sýslumaður á Seljalandi. Faðir: Síra Björn Ólafsson í Hruna (sjá 1., bls. 240).
Kann að vera sá, sem fekk bréf konungs fyrir Borgarfjarðarsýslu 1555, ef hirðstjóra líki að hafa hann þar. Virðist hafa fengið Rangárþing um 1572 eða nokkuru fyrr og mun hafa haldið lengstum til æviloka.
Kona 1: Kristín Markúsdóttir að Núpi undir Eyjafjöllum, Jónssonar.
Börn þeirra: Herdís átti fyrr Halldór á Álptanesi Marteinsson (byskups), síðar síra Högna Jónsson að Stafafelli, Auðbjörg átti Guðmund Magnússon í Háfi, Guðbjörg.
Kona 2: Jarþrúður Bjarnadóttir að Fellsenda, Sumarliðasonar, og hafði hún fyrr átt Magnús Jónsson að Stóra Núpi, síðar Henrik sýslumann Gerkens.
Ekki er getið barna þeirra Nikulásar og Jarþrúðar (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).
Sýslumaður á Seljalandi. Faðir: Síra Björn Ólafsson í Hruna (sjá 1., bls. 240).
Kann að vera sá, sem fekk bréf konungs fyrir Borgarfjarðarsýslu 1555, ef hirðstjóra líki að hafa hann þar. Virðist hafa fengið Rangárþing um 1572 eða nokkuru fyrr og mun hafa haldið lengstum til æviloka.
Kona 1: Kristín Markúsdóttir að Núpi undir Eyjafjöllum, Jónssonar.
Börn þeirra: Herdís átti fyrr Halldór á Álptanesi Marteinsson (byskups), síðar síra Högna Jónsson að Stafafelli, Auðbjörg átti Guðmund Magnússon í Háfi, Guðbjörg.
Kona 2: Jarþrúður Bjarnadóttir að Fellsenda, Sumarliðasonar, og hafði hún fyrr átt Magnús Jónsson að Stóra Núpi, síðar Henrik sýslumann Gerkens.
Ekki er getið barna þeirra Nikulásar og Jarþrúðar (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.