Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Nikulás Bergsson

()
(sumst. Bergþórsson eða Hallbjarnarson). Ábóti að Munkaþverá um 1155–9. Hann hafði ferðazt víða um lönd, og frá honum er runnin ritgerð, „Leiðarvísir og borgaskipan“ (pr. í Ísl. alfræði). Brot eru til eftir hann úr Jónsdrápu, þ.e. um Jóhannes guðspjallamann, og Kristsdrápu (Dipl. Isl.; Bps. bmf. 1; Postulas.; Sn.-E. AM.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.