Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Nielsen, Pétur (Peter)
(27. febr. 1844–9. maí 1931)
Verzlunarstjóri. Danskrar ættar, frá Ringköbing á Jótlandi. Nam verzlunarfræði ungur, var í Slésvíkurófriðnum síðara undirforingi og fekk heiðurspening. Varð bókhaldari á Eyrarbakka 1872, verzlunarstjóri þar 1. jan. 1887 til ársloka 1909.
Dvaldist síðast í Rv. Mjög vel látinn. Studdi mjög sjávarútgerð (stofnaði ábyrgðarsjóð fiskibáta 1885) og bætti fiskverkun. Sinnti mjög náttúrufræði, einn hinn mesti styrktarmaður náttúrugripasafnsins, enda heiðursfélagi náttúrufræðifélagsins og fekk verðlaunapening sænska vísindafélagsins. R. af dbr.
Kona (25. júlí 1880): Eugenia Jakobína Guðmundsdóttir veræzlunarstj. Thorgrímsens. „Dætur þeirra: Karen átti J. D. Nielsen verzIunarstjóra á Eyrarbakka, Guðmunda tónskáld óg. (Óðinn VI; o. fl.).
Verzlunarstjóri. Danskrar ættar, frá Ringköbing á Jótlandi. Nam verzlunarfræði ungur, var í Slésvíkurófriðnum síðara undirforingi og fekk heiðurspening. Varð bókhaldari á Eyrarbakka 1872, verzlunarstjóri þar 1. jan. 1887 til ársloka 1909.
Dvaldist síðast í Rv. Mjög vel látinn. Studdi mjög sjávarútgerð (stofnaði ábyrgðarsjóð fiskibáta 1885) og bætti fiskverkun. Sinnti mjög náttúrufræði, einn hinn mesti styrktarmaður náttúrugripasafnsins, enda heiðursfélagi náttúrufræðifélagsins og fekk verðlaunapening sænska vísindafélagsins. R. af dbr.
Kona (25. júlí 1880): Eugenia Jakobína Guðmundsdóttir veræzlunarstj. Thorgrímsens. „Dætur þeirra: Karen átti J. D. Nielsen verzIunarstjóra á Eyrarbakka, Guðmunda tónskáld óg. (Óðinn VI; o. fl.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.