Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Niels (Michael) Lambertsen

(21. jan. 1859 – 30. okt. 1891)

.

Læknir. Foreldrar: Guðmundur (d. 3. júní 1885, 50 ára) Lambertsen verzlunarmaður á Eyrarbakka, síðar úrsmiður og kaupmaður í Reykjavík, og kona hans Guðrún Ragnhildur (d. 1909?) Þorsteinsdóttir prests í Hítardal, Erlendssonar Hjálmarsen. Stúdent í Reykjavík 1879 með 2. eink. (74 st).

Hóf nám í lögfræði við háskólann í Kh., en varð ekki meira úr; las læknisfræði í Rv. í 3 ár, en lauk ekki prófi. Fluttist vestur um haf 1885; settist að í Winnipeg og stundaði þar lækningar. Kona (1889): Guðríður (f. 20. mars 1853) Jóhannsdóttir á Svarfhóli í Miklaholtshr., Árnasonar; hún átti áður Magnús Þórðarson frá Rauðkollsstöðum (B.J.: Ísl. Hafnarstúdentar; Lækn.; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.