Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Nicolaj (Karl Pétursson) Bjarnason

(22. dec. 1860 – 12. dec. 1948)

. Kaupmaður. Foreldrar: Pétur (d. 1. maí 1869, 34 ára) Bjarnason veræzlunarstjóri í Vestmannaeyjum og kona hans Jóhanna Karólína, dóttir Rasmussens, dansks skipstjóra. Hóf ungur að stunda verzlunarstörf; var við verzIunarnám í Kh. 1879–80. Verzlunarmaður hjá Fischersverzlun í Rv. 1882–94; verzlunarstjóri sömu verzlunar í Keflavík 1894 – 1900 og í Rv. 1900– 1904.

Kaupmaður í Rv. næstu ár og afgreiðslumaður flóabáts. Hafði hestvagna til fólksflutninga í Rv., áður en bílar komu. Fekkst um skeið við þilskipaútveg. Afgreiðslumaður Bergenska gufuskipafélagsins frá 1908 og síðan, meðan félagið hélt uppi ferðum hingað. Kona (2. sept. 1893): Anna Emilía (f. 23. sept. 1873) Þorsteinsdóttir verzlunarstjóra, síðast bónda í Æðey, Thorsteinssonar. Börn þeirra: N “ Þorsteinn bókari í Rv., Jóhanna Petra átti Steindór Gunnarsson prentsmiðjustjóra í Rv., Hjálmar bankaritari, Gunnar verkfræðingur og kennari (Br7.; Óðinn XXVIII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.