Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Narfi Sigurðsson

(15. og 16. öld)

Sýslumaður í Fagradal.

Faðir (líkl.): Sigurður Jónsson, Narfasonar lögmanns, Sveinssonar (SD.). Hafði sýsluvöld í Dalasýslu a.m.k. 1500 og um það bil; kemur síðast við skjöl 1533. Mun og hafa haft bú að Meðalfelli í Kjós, a.m.k, um tíma.

Kona: (ónefnd), dóttir Bjarna í Glaumbæ og að Meðalfelli Ívarssonar Hólms yngra.

Börn þeirra: Sigurður lögréttumaður í Fagradal, Ívar sýslumaður í Fagradal, Ólafur lögréttumaður og silfursmiður í Hvammi í Kjós, Bjarni lögréttumaður að Meðalfelli og á Mýrum í Dýrafirði, Ingibjörg líkl. kona Jóns sýslumanns Árnasonar í Reykjavík, Sofía f. k. Ólafs sýslumanns Guðmundssonar í Þernuvík, líklega og Þórey átti Hrafn lögréttumann Guðmundsson í Engey (Dipl. Isl.; sjá athuganir um Narfaætt eftir Einar stjórnarráðsfulltrúa Bjarnason).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.