Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Narfi Guðmundsson

(17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Guðmundur Bessason í Melrakkanesi og kona hans Kristín Brynjólfsdóttir á Höskuldsstöðum í Breiðdal, Árnasonar. Lærði í Skálholtsskóla, mun hafa orðið stúdent 1652, vígðist 9. júlí 1654 að Berufirði, mun hafa látið af prestskap þar 1657 (vegna geðbilunar), farið þá utan og verið þar um hríð (almennt er talið 14 ár, stundað náttúrufræði og læknisfræði í Svíaríki), þó er hann eystra 1664, kemur við skjal á Starmýri 28. maí s. á. (hvort sem hann er þá alkominn eða hefir komið til landsins snöggva ferð), hefir með vissu orðið prestur í Möðrudal 1672, missti þar allt fé sitt veturinn 1674–5, hrökklaðist þaðan burt um haustið, en fekk Eiríksstaði í Jökuldal til ábúðar vorið 1676, fór síðan aftur að Möðrudal, en veitti treglega búskapur, sagði 11. dec. 1684 af sér prestskap frá fardögum 1685, bjó síðan á Útnyrðingsstöðum, sem hann keypti 6. apr. 1686, er á lífi 1697, en d. fyrir 1703. Eftir hann er í handritum (í Lbs.) lækningabók, litunarfyrirsögn og kvæði. Hann kemur mjög við þjóðsagnir.

Kona: Sigríður (Í. um 1656) Henriksdóttir prests í Stöð, Jónssonar.

Börn þeirra (að Skriðuklaustri 1703); Ástríður, Henrik, Guðmundur, Þorsteinn; sumir nefna og Herborgu (JThorch. Spec. Isl.; HÞ.:; Blanda V; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.