Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Mörður Valgarðsson

(10. og 11. öld)

Bóndi að Hofi á Rangárvöllum.

Foreldrar: Valgarður grái að Hofi, Jörundarson goða (í beinan legg til Haralds hilditannar) og kona hans Unnur Marðardóttir gígju, Sigmundssonar, Sighvatssonar.

Kona: Þorkatla Gizurardóttir hvíta, Teitssonar,

Börn þeirra: Valgarður skáld á Velli, Rannveig átti Starkað að Stafafelli, Kolbeinsson, Þórðarsonar Freysgoða; sonur þeirra: Daði, forfaðir Ásbirninga (SD.). Mörður er einn af aðalmönnum í Njálssögu, eignuð þar þau ráð, er mest illt leiddu af sér (Nj., lagfærist eftir Landn.). gl* N Naddoddur víkingur í Færeyjum, en úr Noregi (9. öld).

Landfundamaður (bróðir Öxna-Þóris). Honum eða Garðari Svavarssyni er eignað að hafa fyrst fundið Ísland.

Kona: Jórunn > Ölvisdóttir barnakarls.

Synir þeirra: Bröndólfur að Berghyl í Hreppum, landnámsmaður (sonur hans Þorleifur, og var þaðan Þorlákur byskup Runólfsson í beinan karllegg), Már á Másstöðum í Hreppum, og var sonur hans Beinir, langafi Hjalta Skeggjasonar (Landnáma).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.