Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Márus Matthíasson

(21. jan. 1796–1826)

Stúdent.

Foreldrar: Matthías Árnason á Flankastöðum og f.k. hans Guðrún Snorradóttir í Narfakoti, Gizurarsonar. Tekinn í 2. bekk Bessastaðskóla 1812, stúdent 1814, með góðum vitnisburði.

Lauk 1. og 2. lærdómsprófi í háskólanum í Kh. 1817–19, með 2. einkunn, en með prýðilegum vitnisburði í málfræðaprófinu. Var um tíma settur kennari í Rípaskóla. Var heilsutæpur og sjóndapur frá æsku.

Andaðist í Kh. ókv. og bl. (Bessastsk.; BB. Sýsl.; háskólaskýrslur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.