Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Már (Ríkarður M.) Ríkarðsson

(4. dec. 1915– 17. nóv. 1946)

. Húsameistari. Foreldrar: Ríkarður (f. 20. sept. 1888) Jónsson myndskeri í Reykjavík og kona hans María (f. 20. ág. 1883) Ólafsdóttir á Dallandi í Húsavík eystra, Kjartanssonar.

Stúdent í Rv. 1935 með 2. einkunn (4,82). Nam húsagerðarlist í listaháskólanum í Kh., en vegna styrjaldarinnar lauk hann ekki prófi og kom heim 1940, Vann á teiknistofu byggingameistara, síðast hjá húsameistara ríkisins. Dó í Danmörku. Kona (7. nóv. 1942): Þórey Bjarnadóttir í Rv., Einarssonar, Börn þeirra: Ríkarður, Björn Þorgeir, María (Skýrslur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.