Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Máni skáld (Skáld-Máni) Þórhallsson, Máni Íslendingur

(12. og 13. öld)

Faðir (líkl.): Þórhallur í Hítarnesi Þórðarson prests (d. 1150), Snorrasonar, Halldórssonar, Snorrasonar goða.

Kona: Ingveldur Símonardóttir, Þorgrímssonar assa, Özurarsonar, Oddbjargarsonar, Þorkelssonar háks. Dætur þeirra: Þórhildur, Arnþrúður, Magnús, Arnleif, Geirlaug, og hefir einhver þeirra verið móðir Mána að Núpufelli, föður Árna og Guðnýjar konu Ásgríms riddara Þorsteinssonar (Landn.; Isl. Ann.; SD.). Kom úr Rómarferð til hirðar Magnúsar Erlingssonar (1184). Af honum er smáþáttur. Eru frá því varðveittar 3 lausavísur eftir hann og ein frá því um 1214 (Sverr.; Sturl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.