Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ari Guðmundsson

(– –1423)

Sýslumaður (bróðir Hrafns lögmanns).

Foreldrar: Guðmundur Eiríksson að Skriðu (Rauðaskriðu), Ísleifssonar, og kona hans Guðrún Bótólfsdóttir hirðstjóra, Andréssonar. Bjó að Reykhólum og var auðugur. Var sýslumaður í Vestfjörðum (ef ekki hirðstjóri) a.m.k. 1411–12. Drukknaði 1423.

Kona 1 (1394). Ólöf Þórðardóttir að Núpi í Dýrafirði, Sigmundssonar.

Sonur þeirra: Guðmundur sýslumaður ríki að Reykhólum.

Kona 2: Þorgerður Ólafsdóttir á Kirkjubóli á Miðnesi, Björnssonar í Hvalsnesi, Ólafssonar hirðstjóra, Björnssonar. Dóttir þeirra: Ólöf átti Sumarliða Loptsson ríka, Guttormssonar.

Þorgerður átti síðar Björn Jónsson, sem einnig var hefðarbóndi.

Laundóttir Ara: Oddfríður átti fyrr Hákon Jónsson, síðar Halldór Jónsson (Dipl.Isl.; Isl. Ann.; BB. Sýsl.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.