Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Morten Tvede (Hansen)

(– – 1. mars 1840)

Landfógeti. Danskrar ættar. Var fyrst skrifari í stjórndeildum konungs og lauk prófi í dönskum lögum, varð kammerassessor að nafnbót 1817 og fekk þá Suður-Múlasýslu. Varð kammerráð 1833, fekk land- og bæjarfógetadæmið í Rv. 1836, en Gullbringu- og Kjósarsýslu 1839 (með leyfi konungs), í skiptum við Stefán sýslumann Gunnlaugsson. Vinsæll maður, en fjárgæzlumaður lítill, enda allmjög skuldugur, er hann andaðist. Varð bráðkvaddur.

Kona hans var dönsk, og átti dóttir þeirra Weywadt verzlunarstjóra að Djúpavogi (BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.