Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Moritz (Hans Edvard) Halldórsson (eða Halldórsson-Friðriksson)
(19. apr. 1854–19. okt. 1911)
Læknir.
Foreldrar: Halldór yfirkennari Friðriksson og kona hans Charlotte Leopoldine, f. Degen. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1869, stúdent 1874, með 1. einkunn (83 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. 15. júní 1882, með 2. einkunn lakari (5914 st.). Var í spítölum í Kh. sumarið 1882.
Varalæknir í danska sjóliðinu 1883–5, stundaði lækningar í Kh. 1885–92, fluttist þá til Vesturheims, tók læknapróf í okt. 1892 í háskólanum í Grand Forks í Norður-Dakota, stundaði lækningar í Park River og var þar til æviloka, bæjarlæknir 1893, líkskoðunarlæknir 1894–1900, héraðslæknir 1900–2, aftur bæjarlæknir 1903, heilbrigðismálastjóri 1904–6. Ritstörf; Fra Danaidernes Kar, Kh. 1876–86; Om Islands Flora, Kh. 1882; Launalög og launaviðbætur (undir dulefni: Grjótgarður ungi), Kh. 1887; Stutt leiðbeining til að safna og varðveita náttúrugripi, Kh. 1889; Segulmagn dýra og svæfingarafl, Wp. 1897; Næringarefni vor, Gimli, Man. 1903. Auk þess greinir í blöðum (í Alm. þjóðvinafél.: Grasaríkið á Íslandi). Þýð.: Schibeler: Íslenzk garðyrkjubók, Kh. 1883; Werner: Læren om Massage, Kh. 1887.
Kona (21. sept. 1883): Johanne Nanna Birgitte (f. 13. apr. 1857), dóttir J. S. Herazceks kgl. vopnasmiðs í Kh.
Börn þeirra ílentust öll vestan hafs (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).
Læknir.
Foreldrar: Halldór yfirkennari Friðriksson og kona hans Charlotte Leopoldine, f. Degen. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1869, stúdent 1874, með 1. einkunn (83 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. 15. júní 1882, með 2. einkunn lakari (5914 st.). Var í spítölum í Kh. sumarið 1882.
Varalæknir í danska sjóliðinu 1883–5, stundaði lækningar í Kh. 1885–92, fluttist þá til Vesturheims, tók læknapróf í okt. 1892 í háskólanum í Grand Forks í Norður-Dakota, stundaði lækningar í Park River og var þar til æviloka, bæjarlæknir 1893, líkskoðunarlæknir 1894–1900, héraðslæknir 1900–2, aftur bæjarlæknir 1903, heilbrigðismálastjóri 1904–6. Ritstörf; Fra Danaidernes Kar, Kh. 1876–86; Om Islands Flora, Kh. 1882; Launalög og launaviðbætur (undir dulefni: Grjótgarður ungi), Kh. 1887; Stutt leiðbeining til að safna og varðveita náttúrugripi, Kh. 1889; Segulmagn dýra og svæfingarafl, Wp. 1897; Næringarefni vor, Gimli, Man. 1903. Auk þess greinir í blöðum (í Alm. þjóðvinafél.: Grasaríkið á Íslandi). Þýð.: Schibeler: Íslenzk garðyrkjubók, Kh. 1883; Werner: Læren om Massage, Kh. 1887.
Kona (21. sept. 1883): Johanne Nanna Birgitte (f. 13. apr. 1857), dóttir J. S. Herazceks kgl. vopnasmiðs í Kh.
Börn þeirra ílentust öll vestan hafs (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.