Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Mohr, Karl Lúðvík

(17. mars 1820–10. maí 1872)

Prestur.

Foreldrar: Andrés Daníel Mohr verzlunarstjóri á Akureyri og kona hans Valgerður Sigurðardóttir á Grund í Eyjafirði, Gunnarssonar. Stúdent í Kh. úr heimaskóla frá sagnfræðingnum C. F. Allen 1837, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. s. á., tók annað lærdómspróf 1838, guðfræðapróf 12. júlí 1842, próf í predikunarfræði 1847, trúkennslufræði 1848, öll þessi próf með 1. einkunn. Vígðist 5. jan. 1851 aðstoðarprestur í Ölsby í Slésvík, sóknarprestur þar Í. maí s.á.; vikið þar frá eftir styrjöldina 1864 af þýzku stjórninni, fekk 3. sept. s. á. Værslevsprestakall á Sjálandi.

Kona: Margrete Christine (f. 29. ág. 1822, d. 16. okt. 1886) de Thura; áttu þau börn nokkur, þar á meðal Charoline, sem átti C. Th. Rögind prest í Sejerö (HÞ, Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.