Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Miðfjarðar-Skeggi Skinna-Bjarnarson

(10. öld)

Bjó að Reykjum í Miðfirði. Faðir: Skinna-Björn Skútaðar-Skeggjason. Garpur mikill og farmaður.

Brauzt í haug Hrólfs kraka og hafði þaðan Sköfnung, sverð hans, og öxi Hjalta hugprúða, og mikið fé annað.

Kona: Ingibjörg Grímsdóttir að Grímsgili.

Börn þeirra: Eiður, Kollur, Hróðný átti Þórð gelli Ólafsson, Þorbjörg átti Ásbjörn auðga Harðarson, Arnsteinn, forfaðir Magnúsar byskups Einarssonar (Landn.; Þórðars. hreðu).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.