Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Mikael Bergsson

(– –um 1605)

Prestur. Faðir: Bergur Runólfsson og kona hans (ónefnd), dóttir síra Jóns Andréssonar að Presthólum. Hefir orðið prestur í Sauðanesi 1544, og verið þar fram undir 1569, en hélt síðan um tíma Garð í Kelduhverfi, lét þar af prestskap (virðist vera þar enn 1579) og fekk oft ölmusupeninga, fekk síðan Keldunes til ábúðar ævilangt frá Hólastól.

Kona hans kann að hafa verið dóttir síra Ketils Jónssonar í Sauðanesi, Húsavík og að Presthólum (Ketilsnafnið kemur fram í ættinni).

Synir hans: Helgi á Höskuldsstöðum í Reykjadal, Bergur; sumir telja og Nikulás (Dipl. Ísl. Bréfab. Guðbr. Þor.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.