Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Metúsalem Árnason

(1783– 1. ág. 1843)

. Hreppstj. Foreldrar: Árni Sigurðsson (,„tuggu“) á Burstarfelli (Sveinssonar) og kona hans Ragnheiður Einarsdóttir prests á Skinnastað, Jónssonar. Bóndi á ættleifð sinni, Burstarfelli, alla búskapartíð sína. Bændahöfðingi, hreppstjóri og ráðamaður, mikilsvirður og sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna(1841).

Kona 1: Þórunn Jónsdóttir prests. á Hálsi í Fnjóskadal, Þorgrímssonar; þau bl. Kona 2: Ölveig Arngrímsdóttir á Víðivöllum í Fnjóskadal, Jónssonar.

Dóttir þeirra: Salín átti Einar gullsmið Einarsson í Syðri-Vík, síðar á Burstarfelli. Kona 3 (1943): Þórunn Guttormsdóttir prófasts í Vallanesi, Pálssonar; þau bl. og átti hún síðar Benedikt Þorkelsson á Höfða (BB. Sýsl.; o.fl.) (H.St.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.